Innlent

Stafrænar sjónvarpsútsendingar

Íslenska útvarpsfélagið hefur stafrænar sjónvarpsútsendingar í gegnum nýtt dreifikerfi 1. nóvember í haust. Sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Stöð 2+, Sýn, Sýn 2, Bíórásin og Popptíví verða þá allar sendar út stafrænt, auk þess sem erlendum sjónvarpsstöðvum sem félagið býður upp á verður fjölgað úr fjórtán í 40. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga þeim enn frekar. Með nýja dreifikerfinu, sem gengur undir nafninu Digital Ísland, aukast gæði útsendinga, og draugar og aðrar myndtruflanir hverfa. Fyrst um sinn verða stafrænar sjónvarpssendingar á Faxaflóasvæðinu, en síðan er stefnt að því að þær nái til 95 prósenta landsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×