Innlent

Tilfinningatorgið varanlegt

Borgarráð samþykkti í gær að fela menningarmálanefnd að leita leiða til þess að festa svokallað Tilfinningatorg í sessi í miðborg Reykjavíkur. Í bókun borgarráðs segir að Tilfinningatorgið í gamla Víkurkirkjugarði hafi verð eitt frumlegasta framtakið á nýafstaðinni Menningarnótt, og fjöldi borgarbúa hafi borið tilfinningar sínar þar á torg við góðar undirtektir. Tilfinningatorgið var ein af verðlaunahugmyndum í samkeppni Landsbankans fyrr á árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×