Innlent

Skref í innheimtu skólagjalda

Stúdentaráð Kennaraháskóla Íslands telur að hugmyndir um sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sé í raun fyrsta skrefið til að innheimta skólagjöld í háskólakerfinu hér á landi. Í ályktun frá stúdentaráðinu segir að ljóst sé að skólagjöld verði innheimt í hinum sameinaða háskóla, en slíkt grafi undan megingildum norrænnar menningar um gjaldfrjálsa almenningsmenntun og þar með velferðarkerfinu öllu. Menntamálaráðherra og aðrir ráðamenn eru hvattir til að hugleiða langtíma niðurrifsáhrif slíkrar stefnubreytingar, auk þess sem hafa verði hagsmuni beggja skóla að leiðarljósi í viðræðum um sameiningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×