Lágreist brú besti kosturinn 22. nóvember 2004 00:01 Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira