Lágreist brú besti kosturinn 22. nóvember 2004 00:01 Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á lagningu Sundabrautar í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum brautarinnar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Kærufrestur vegna úrskurðarins er til 29. desember. Í skýrslunni eru umhverfisáhrif þriggja kosta með mismunandi útfærslum metin. Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að lágreist brú yfir Kleppsvík sé vænlegasti kosturinn. Svokölluð eyjaleið, sem Vegagerðin hefur lagt áherslu á, er talin síðri kostur sem og hábrú yfir sundin, sem borgaryfirvöld hafa rennt hýru auga til. Þá eru botngöng einnig talin síðri kostur en lágreista brúin. Ef lágreista brúin verður fyrir valinu mun hún liggja á milli tveggja landfyllinga við Gelgjutanga og Gufuneshöfða. Brúin verður átta metra há og mun tengjast 400 metra löngum jarðgöngum sem munu liggja í gegnum Gufuneshöfðann. Munurinn á þessari leið og eyjaleiðinni er í meginatriðum sá að á eyjaleiðinni verður lítil manngerð eyja í Elliðavogi sem tengir saman tvær stuttar brýr. Skipulagsstofnun telur að lágreista brúin sé ótvírætt betri kostur en eyjaleiðin þar sem hún muni hafa minni áhrif á lax, fugla og annað lífríki í Grafar- og Elliðavogi. Lágreista brúin er hins vegar 800 til 1.400 milljónum króna dýrari en eyjaleiðin og kostar á bilinu 8,1 til 8,7 milljarða króna. Hábrúin, sem kostar á bilinu 11,6 til 12,2 milljarða króna, er talin geta haft neikvæð áhrif á nýtingu hafnarsvæðis Sundahafnar nema hún verði 55 metra há. Helstu ókostirnir sem Skipulagsstofnun sér við hábrúna er að vegna veðurs er talið að hún verði lokuð í allt að 50 klukkustundir á ári. Enn fremur er hún ekki talin góður kostur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur vegna veghalla og veðurs. Botngöngin, sem kosta um 13,5 milljarða króna, munu setja nýtingu hafnarsvæðisins töluverðar skorður nema þau verði grafin að minnsta kosti 11,5 metra niður í sjávarbotninn. Skipulagsstofnun telur að göngin kunni að hafa verulega neikvæð áhrif á lífríki Kleppsvíkur á framkvæmdatímanum. Mengandi efni í botnseti geti þyrlast upp og borist um víkina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá er það einnig ókostur að göngin munu ekki þjóna gangandi og hjólandi umferð.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira