Innlent

Harlem Sophisticate í Loftkastala

Andi svartra tónlistarmanna svífur yfir vötnum í Loftkastalanum en á morgun verður söngskemmtunin Harlem Sophisticate frumsýnd þar. Fjöldi bandarískra og íslenskra tónlistarmanna kemur fram í sýningunni en alls verður verkið sýnt fjórum sinnum. Verkið er byggt á tónlist Duke Ellingtons, Leiber og Stoller og Cy Coleman. Eins og kunnugt er breiddist hróður Ellingtons og fleiri tónlistarmanna svo vel út frá Harlem í New York, snemma á síðustu öld, að hvítir tónlistarmenn sem og aðrir gerðu sér ferð þangað til að taka þátt og njóta með. Söngskemmtunin gerist í nútímanum en endurspeglar baráttu listamanna tímabilsins sem nutu vinsælda víða um heim en þurftu að berjast hörðum höndum fyrir réttindum sínum heima hjá sér. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×