Innlent

Ólafar enn leitað

Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, þrítug kona sem saknað hefur verið síðan á föstudag, er ekki enn komin fram. Það ræðst þegar á morguninn líður hvort formleg leit verður hafin að henni. Lögreglan hefur fengið ýmsar vísbendingar, meðal annars að maður hafi tekið hana upp í bíl sinn á Suðurlandi á föstudag og skilið við hana við Þrastarlund í Grímsnesi um kvöldmatarleytið. Ekkert er vitað um ferðir hennar eftir það. Ólöf er u.þ.b. 174 sentímetrar á hæð, grannvaxin og með rúmlega axlarsítt dökkt hár. Lögreglan í Hafnarfirði óskar eftir öllum nánari upplýsingum um ferðir hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×