Kvöðum ekki aflétt 19. október 2004 00:01 Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. " Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. "
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent