Með blómabúð í rekstri 19. október 2004 00:01 Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram." Atvinna Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður. "Sumir halda að maður sé bara eitthvað að "dúlla sér í blómunum" en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli handanna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara," útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyrirtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á undirbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. "Svo þurfa blómahönnuðir líka að fylgjast vel með stefnum og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem endurspeglast í nútímalegum blómaskreytingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali," segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára gömul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaafgreiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyrir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blómaframleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýjungar, eins og Íslendinga yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: "Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram."
Atvinna Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira