Innlent

HR og THÍ sameinaðir

Samþykkt hefur verið að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands með stofnun einkahlutafélags sem taka mun yfir starfsemi beggja skólanna. Við sameininguna verður til næststærsti háskóli landsins. Samkvæmt viljayfirlýsingu sem menntamálaráðherra og aðstandendur skólans hafa undirritað mun menntamálaráðuneytið beita sér fyrir framlögum til skólans vegna kennslu í samræmi við reglur ráðuneytisins um fjármögnun háskóla. Við háskólann verða einnig stundaðar rannsóknir og er stefnt að því að framlag ríkisins vegna rannsókna hins nýja skóla fari stigvaxandi til ársins 2009, háð þeim fyrirvörum sem settir verða í kennslu- og rannsóknarsamningi og almennum kröfum um árangur rannsóknarstarfseminnar. Guðfinna S. Bjarnadóttir og Stefanía Katrín Karlsdóttir munu starfa sem rektorar HR og THÍ þar til starfsemi skólanna verður endanlega sameinuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×