Merki UNESCO afhjúpað á Þingvöllum 27. ágúst 2004 00:01 Merki heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna verður afhjúpað á Þingvöllum við hátíðlega athöfn á morgun. Meðal gesta verður Francesco Bandarin, yfirmaður heimsminjaskifstofu UNESCO, sem mun flytja ávarp ásamt Birni Bjarnasyni, formanni Þingvallanefndar, og Margréti Hallgrímsdóttur, formanni samráðsnefndar um heimsminjaskrá. Þingvellir voru einróma samþykktir á heimsminjakrána á fundi nefndar um arfleifð þjóðanna í Suzhou í Kína 2. júlí síðastliðinn. Með samþykktinni eru Þingvellir meðal tæplega 800 menningar- og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Í tilkynningu segir að vinna við umsóknina hafi verið langt ferli þar sem óháðir sérfræðingar lögðu mat á gildi staðarins og hvernig staðið er að verndun hans. Umsóknin um Þingvelli var lögð fram í febrúar 2003. Í framhaldi af umsókninni samþykkti Þingvallanefnd hinn 2. júní 2004 stefnumörkun næstu tuttugu ára fyrir þjóðgarðinn sem skipti miklu máli fyrir samþykkt á heimsminjaskrána. Ísland gerðist aðili að sáttmálanum um heimsminjaskrána árið 1995 en hann var samþykktur á þingi menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 1972. Þjóðir sem standa að sáttmálanum hafa sameinast í því verkefni að bera kennsl á og varðveita merkilegustu náttúru- og menningarminjar í heiminum fyrir komandi kynslóðir. Sáttmálinn er mjög einstakur að því leyti að í honum eru náttúruvernd og friðun menningarminja tengd saman í einu skjali. Athöfnin á morgun hefst klukkan 14:30 við fræðslumiðstöðina við Hakið og eftir ávörp verður gengið niður Almannagjá þar sem barnakór Skálholtskirkju og Skálholtskórinn munu syngja. Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja og Gunnar Eyjólfsson og Steindór Andersen munu flytja rímur og texta tengda Þingvöllum. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Merki heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna verður afhjúpað á Þingvöllum við hátíðlega athöfn á morgun. Meðal gesta verður Francesco Bandarin, yfirmaður heimsminjaskifstofu UNESCO, sem mun flytja ávarp ásamt Birni Bjarnasyni, formanni Þingvallanefndar, og Margréti Hallgrímsdóttur, formanni samráðsnefndar um heimsminjaskrá. Þingvellir voru einróma samþykktir á heimsminjakrána á fundi nefndar um arfleifð þjóðanna í Suzhou í Kína 2. júlí síðastliðinn. Með samþykktinni eru Þingvellir meðal tæplega 800 menningar- og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Í tilkynningu segir að vinna við umsóknina hafi verið langt ferli þar sem óháðir sérfræðingar lögðu mat á gildi staðarins og hvernig staðið er að verndun hans. Umsóknin um Þingvelli var lögð fram í febrúar 2003. Í framhaldi af umsókninni samþykkti Þingvallanefnd hinn 2. júní 2004 stefnumörkun næstu tuttugu ára fyrir þjóðgarðinn sem skipti miklu máli fyrir samþykkt á heimsminjaskrána. Ísland gerðist aðili að sáttmálanum um heimsminjaskrána árið 1995 en hann var samþykktur á þingi menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 1972. Þjóðir sem standa að sáttmálanum hafa sameinast í því verkefni að bera kennsl á og varðveita merkilegustu náttúru- og menningarminjar í heiminum fyrir komandi kynslóðir. Sáttmálinn er mjög einstakur að því leyti að í honum eru náttúruvernd og friðun menningarminja tengd saman í einu skjali. Athöfnin á morgun hefst klukkan 14:30 við fræðslumiðstöðina við Hakið og eftir ávörp verður gengið niður Almannagjá þar sem barnakór Skálholtskirkju og Skálholtskórinn munu syngja. Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja og Gunnar Eyjólfsson og Steindór Andersen munu flytja rímur og texta tengda Þingvöllum.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira