Innlent

Grunaður um kynferðisofbeldi

Fjörtíu og sex ára gamall maður er grunaður um að hafa beitt ellefu ára telpu kynferðislegu ofbeldi í Stykkishólmi, fyrr í þessum mánuði. Atvikið varð á Dönskum dögum, í Stykkishólmi, hinn fimmtánda þessa mánaðar. Tíu ára stúlkubarn, frá Reykjavík, sem var í heimsókn í bænum, ásamt foreldrum sínum, hafði fengið að gista í heimahúsi hjá frændfólki sínu, en foreldrar hennar gistu í fellihýsi á tjaldstæði bæjarins. Talið er að um nóttina hafi 46 ára gamall maður, sem einnig var aðkomumaður, beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi. Stúlkan yfirgaf húsið og hélt út á tjaldstæðið til foreldra sinna. Þar gekk kona fram á stúlkuna og aðstoðaði hana við að komast á tjaldstæðið. Morgunin eftir var svo brotið kært. Lögreglan í Reykjavík hefur yfirheyrt hinn grunaða mann, og konan sem gekk fram á telpuna hefur einnig haft samband við lögregluna, til þess að veita upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×