Innlent

Níu tilkynntu bílaþjófnað

Níu manns hringdu í Lögregluna í Reykjavík nótt og tilkynntu um þjófnað á bifreiðum í ýmsum hverfum borgarinnar. Þegar betur var að gáð kom í ljós að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði fjarlægt viðkomandi bifreiðar vegna skulda bifreiðaeigenda við hið opinbera. Síðustu daga hefur Sýslumaðurinn verið iðinn við að fjarlægja bíla þeirra, sem standa ekki í skilum, og má af þessu sjá að hann knýr dyra hvenær sólarhringsins sem er, jafnvel um miðja nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×