Innlent

Fjórföld sala

Verksmiðjur Emmessís munu starfa aukalega alla helgina til þess að fylla á lager fyrirtækisins að sögn Atla Hergeirssonar markaðsfulltrúa. Ísblöndusala fyrirtækisins var fjórum sinnum meiri í hitabylgjunni í gær en á venjulegum degi. "Þetta er ótrúlegasti dagur sem við munum eftir og allt alveg dýrvitlaust," segir Atli. Íssalan í gær hljóp á þúsundum lítra að sögn Atla en nákvæm sölutala fæst ekki uppgefin. "Við höfum vart undan að dreifa þessum ís til allra þeirra sem hringja," segir Atli en bílstjórar fyrirtækisins unnu margir langt fram eftir kvöldi við dreifingu íssins. Einn frystibíll tekur rúm fjögur tonn af ís að sögn Atla. Einnig var unnið fram á kvöld í verksmiðju fyrirtækisins til þess að fylla á lagerinn á ný eftir átök dagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×