Innlent

Bátur brann og sökk

Skipverjinn á hraðfiskibátnum Eyrarröst slapp ómeiddur þegar eldur kom upp í bátnum í hádeginu og hann sökk. Ekkert neyðarkall barst frá manninum, en Landhelgisgæslunni barst tilkynning um það klukkan hálf eitt að reykjarstrókur sæist á hafinu um það bil sex sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Ákveðið var að senda þyrlu af stað en rétt í þann mund bárust fregnir af þyrlu Varnarliðsins á lofti, í grennd við reykinn. Henni var beint á staðinn en rétt áður en hún kom, hafði áhöfnin í fiskibátnum Fúsa frá Rifi, bjargað manninum um borð. Ekki er vitað um eldsupptök



Fleiri fréttir

Sjá meira


×