Amazing Race á Íslandi 9. desember 2004 00:01 Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi. Innlent Menning Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Dóttir Jóhönnu Guðrúnar hlaut nafnið Jóhanna Guðrún Lífið Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira
Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi.
Innlent Menning Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Dóttir Jóhönnu Guðrúnar hlaut nafnið Jóhanna Guðrún Lífið Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira