Innlent

Áhugi á Sellófan í Noregi

Sellófan, leikrit Bjarkar Jakobsdóttur, var frumsýnt í Folketeatret í Kaupmannahöfn á laugardaginn við góðar undirtektir sýningargesta. "Mér heyrðist fólk vera mjög ánægt og það tengdi sig við efni verksins, sem er mjög ánægjulegt, en blaðadómarnir eiga eftir að koma" segir Björk. Auk Íslands og Danmerkur hefur Sellófan verið sett upp í Sviss, Belgíu og Ítalíu og fékk mjög góða dóma í þeim löndum. Leikritið verður sett upp 9. nóvember í Svíþjóð og Þjóðleikhúsið í Noregi er að falast eftir leikritinu. "Það er gaman þegar svo stórt leikhús sýnir áhuga," segir Björk en leggur áherslu á að viðræður við Þjóðleikhúsið í Noregi séu ekki enn hafnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×