Innlent

3 ár fyrir kynferðisbrot

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum og vinkonu þeirra. Honum er gert að greiða rúmlega tvær milljónir króna í miskabætur og sakarkostnað. Dætur mannsins eru fæddar árið 1984 og 1988 og vinkona þeirra árið 1989. Brotin áttu sér stað á árunum 1996 og ´97, og 2002 og 2003, á heimili ákærða og í sumarhúsi móður hans. Maðurinn var m.a. sakaður um að hafa káfað á kynfærum stúlknanna og reynt að hafa við þær samræði en hann krafðist sýknu af öllum kröfum. Framburður stúlknanna í Barnahúsi þótti trúverðugur og segir í niðurstöðu Héraðsdóms að brotin séu alvarleg en önnur dætra hans var einungis 11 ára gömul þegar hann braut fyrst gegn henni. Maðurinn hafi með háttsemi sinni brotið alvarlega og gróflega gegn skyldum sínum sem foreldri og uppalandi. Dómurinn telur að brotin muni hafa alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu stúlknanna í framtíðinni en gögn sýndu fram á að þau hefðu þegar valdið stúlkunum margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Héraðsdómi þótti hæfileg refsing þriggja ára fangelsi .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×