Selja fyrir 1.200 milljónir 8. júlí 2004 00:01 Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hyggst selja eignir bæjarins til hlutafélagsins Fasteignar fyrir allt að 1.200 milljónir króna. Horft er til Félagsheimilisins Þórs- og Týsheimilanna, Safnahússins og Listaskólans. Bærinn fær eignarhlut í félaginu og gerir leigusamning um húseignirnar til þrjátíu ára. Leiguverð fasteignanna gæti numið í kringum 107 milljónir króna á ári. Viktor Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir kosti sölunnar marga. "Þetta á að þýða minni rekstrarumsvif hjá bænum og töluvert gegnsæi í útgjöldum." Viktor segir að verið sé að losa um fjármagn til að greiða niður óhagstæð lán. "Þannig erum við að ná niður fjármagnskostnaðinum hjá bænum. Við teljum að þetta sé ódýrara fjármagn en nú þegar hvíla á rekstri bæjarins. Síðan er ótalinn sá kostur sem fellst í því að koma eignunum í gott horf." Viktor nefnir einnig ávöxtun á eignarhlut bæjarins í félaginu sem kost. Guðjón Hjörleifsson, oddviti sjálfstæðismanna í minnihluta bæjarstjórnar, segir að meiri tíma hefði þurft til að fara yfir alla þætti samningsins. "Miðað við fyrstu skoðun okkar á þessu máli þá teljum við að menn séu að eyða miklu meiri peningum heldur en ef menn væru með venjuleg lán og borguðu þau upp á sama tíma." Guðjón bendir á að ef 1.200 milljónir séu teknar að láni til 30 ára sé greiðslubyrðin á ári 78,062 milljónir sé miðað við 5% vexti. Það sé 840 milljónum lægra en leigugreiðslur á 30 árum. "Jafnframt ef við ætlum að kaupa eignirnar eftir 30 ár eins og samningurinn gerir ráð fyrir kostar það okkur rúmar 500 milljónir. Þarna erum við með rúmlega 1.400 milljónir sem er hærri tala en kaupverðið í dag. " Guðjón vill fá álit fagmanna á kaupunum. Viktor segir málið hafa verið í vinnslu hjá Vestmannaeyjabæ frá síðasta hausti. "Nú á eftir að ganga frá endanlegum samningi; hvaða eignir nákvæmlega fara þarna inn og hversu stór hluti af þessum 1.200 milljónum verði settir í félagið. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hyggst selja eignir bæjarins til hlutafélagsins Fasteignar fyrir allt að 1.200 milljónir króna. Horft er til Félagsheimilisins Þórs- og Týsheimilanna, Safnahússins og Listaskólans. Bærinn fær eignarhlut í félaginu og gerir leigusamning um húseignirnar til þrjátíu ára. Leiguverð fasteignanna gæti numið í kringum 107 milljónir króna á ári. Viktor Stefán Pálsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir kosti sölunnar marga. "Þetta á að þýða minni rekstrarumsvif hjá bænum og töluvert gegnsæi í útgjöldum." Viktor segir að verið sé að losa um fjármagn til að greiða niður óhagstæð lán. "Þannig erum við að ná niður fjármagnskostnaðinum hjá bænum. Við teljum að þetta sé ódýrara fjármagn en nú þegar hvíla á rekstri bæjarins. Síðan er ótalinn sá kostur sem fellst í því að koma eignunum í gott horf." Viktor nefnir einnig ávöxtun á eignarhlut bæjarins í félaginu sem kost. Guðjón Hjörleifsson, oddviti sjálfstæðismanna í minnihluta bæjarstjórnar, segir að meiri tíma hefði þurft til að fara yfir alla þætti samningsins. "Miðað við fyrstu skoðun okkar á þessu máli þá teljum við að menn séu að eyða miklu meiri peningum heldur en ef menn væru með venjuleg lán og borguðu þau upp á sama tíma." Guðjón bendir á að ef 1.200 milljónir séu teknar að láni til 30 ára sé greiðslubyrðin á ári 78,062 milljónir sé miðað við 5% vexti. Það sé 840 milljónum lægra en leigugreiðslur á 30 árum. "Jafnframt ef við ætlum að kaupa eignirnar eftir 30 ár eins og samningurinn gerir ráð fyrir kostar það okkur rúmar 500 milljónir. Þarna erum við með rúmlega 1.400 milljónir sem er hærri tala en kaupverðið í dag. " Guðjón vill fá álit fagmanna á kaupunum. Viktor segir málið hafa verið í vinnslu hjá Vestmannaeyjabæ frá síðasta hausti. "Nú á eftir að ganga frá endanlegum samningi; hvaða eignir nákvæmlega fara þarna inn og hversu stór hluti af þessum 1.200 milljónum verði settir í félagið.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira