Stefnuleysi í málefnum háskóla 8. júlí 2004 00:01 Gerðar eru ýmsar athugasemdir við stefnuleysi í málefnum háskóla hérlendis í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur látið frá sér fara um námsframboð og nemendafjölda við íslenska háskóla.. Skýrsluhöfundar undrast að í jafn mikilvægum og fjárfrekum málaflokki sé engin áþreifanleg heildarstefna en útgjöld ríkisins vegna háskóla nemur um ellefu milljörðum á ári. Slík stefnumörkun væri eðlileg og hefur fyrir löngu verið hrundið í framkvæmd í helstu nágrannaríkjum. Í skýrslunni er farið ítarlega í saumana á háskólakerfinu og það borið saman við svipuð kerfi í löndum á borð við Bretlandi, Hollandi og í Noregi. Bent er á að hluti vandans hér á landi sé sá að þróun háskólastigsins og sú mikla fjölgun umsækjenda í íslenska háskóla hafi komið yfirvöldum í opna skjöldu og verið mun hraðari en ráð var fyrir gert. Það hafi leitt af sér ýmis álitamál er varða fjármögnun, rekstrarform og þær kröfur sem gerðar eru til háskóla og einstakra námsbrauta innan þeirra. Sá rammi sem stjórnvöld settu háskólum árið 1999 um þann fjölda nemenda sem greitt yrði fyrir reyndist ekki það stjórntæki sem vonast var eftir þar sem eftirspurn eftir námi fór langt umfram áætlanir. Í skýrslu sinni kemur Ríkisendurskoðun með nokkrar tillögur um leiðir til úrbóta á núverandi kerfi. Fyrst og fremst sé nauðsyn að móta skýra stefnu til framtíðar og skilgreina öll markmið. Þannig yrði auðveldara að auka eftirlit með gæðum alls náms til langframa. Einnig er talið vænlegt að sameina allt nám á háskólastigi undir eitt ráðuneyti. Þannig yrði tryggt að sömu reglur og kröfur giltu um alla háskóla og ennfremur að öll sérfræðiþekking yrði á einum og sama staðnum. Talið er rétt að skoða hvort gera skuli formlegan greinarmun á háskólum hérlendis eins og tíðkast víða erlendis. Kröfur til skólanna og fjárveiting tæki þá mið af þeirri flokkun. Ríkisendurskoðun vill jafnframt láta kanna hvort vænlegt sé að árangurstengja fjárveitingar þannig að bæði væri tekið mið af árangri nemenda og skólans sjálfs. Fréttir Innlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Gerðar eru ýmsar athugasemdir við stefnuleysi í málefnum háskóla hérlendis í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur látið frá sér fara um námsframboð og nemendafjölda við íslenska háskóla.. Skýrsluhöfundar undrast að í jafn mikilvægum og fjárfrekum málaflokki sé engin áþreifanleg heildarstefna en útgjöld ríkisins vegna háskóla nemur um ellefu milljörðum á ári. Slík stefnumörkun væri eðlileg og hefur fyrir löngu verið hrundið í framkvæmd í helstu nágrannaríkjum. Í skýrslunni er farið ítarlega í saumana á háskólakerfinu og það borið saman við svipuð kerfi í löndum á borð við Bretlandi, Hollandi og í Noregi. Bent er á að hluti vandans hér á landi sé sá að þróun háskólastigsins og sú mikla fjölgun umsækjenda í íslenska háskóla hafi komið yfirvöldum í opna skjöldu og verið mun hraðari en ráð var fyrir gert. Það hafi leitt af sér ýmis álitamál er varða fjármögnun, rekstrarform og þær kröfur sem gerðar eru til háskóla og einstakra námsbrauta innan þeirra. Sá rammi sem stjórnvöld settu háskólum árið 1999 um þann fjölda nemenda sem greitt yrði fyrir reyndist ekki það stjórntæki sem vonast var eftir þar sem eftirspurn eftir námi fór langt umfram áætlanir. Í skýrslu sinni kemur Ríkisendurskoðun með nokkrar tillögur um leiðir til úrbóta á núverandi kerfi. Fyrst og fremst sé nauðsyn að móta skýra stefnu til framtíðar og skilgreina öll markmið. Þannig yrði auðveldara að auka eftirlit með gæðum alls náms til langframa. Einnig er talið vænlegt að sameina allt nám á háskólastigi undir eitt ráðuneyti. Þannig yrði tryggt að sömu reglur og kröfur giltu um alla háskóla og ennfremur að öll sérfræðiþekking yrði á einum og sama staðnum. Talið er rétt að skoða hvort gera skuli formlegan greinarmun á háskólum hérlendis eins og tíðkast víða erlendis. Kröfur til skólanna og fjárveiting tæki þá mið af þeirri flokkun. Ríkisendurskoðun vill jafnframt láta kanna hvort vænlegt sé að árangurstengja fjárveitingar þannig að bæði væri tekið mið af árangri nemenda og skólans sjálfs.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira