Innlent

Varaforseti Kínaþings í heimsókn

Varaforseti kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Heimsóknin mun standa til 12. júlí en í för með Zhaoguo verða fjórir þingmenn og starfsmenn kínverska þingsins og kínverska utanríkisráðuneytisins. Varaforseti kínverska þingsins mun funda með forseta Alþingis, formanni utanríkismálanefndar og fulltrúum þingflokka. Hann mun einnig ræða við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Þá mun hann fara í skoðunarferð um Reykjavík og Suðurland og m.a. heimsækja Þingvelli og Nesjavelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×