Verkfall kennara bannað með lögum 12. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira