Innlent

Fórnarlömb ofbeldis á tískusýningu

Núna klukkan þrjú koma konur með áverka eftir árásir fram á tískusýningu í Lækjargötu. Sýningin er á vegum Amnesty International á Íslandi og er liður í átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ýmsar þekktar konur koma fram á sýningunni, farðaðar eftir áverkalýsingum úr dómsmálum og verður lesið upp úr málunum á meðan. Tónlistin verður í anda málefnisins, hljóð sem þolendur heimilisofbeldis þekkja vel: sírenur, högg og brothljóð. Sýningin er í Iðu í Lækjargötu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×