Innlent

Sigurður Geirdal látinn

Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi er látinn 65 ára að aldri. Sigurður lést á hjartadeild Lanspítalans við Hringbraut í morgun. Hann fékk hjartaáfall aðfararnótt mánudags og gekkst undir aðgerð, en komst ekki til meðvitundar aftur. Sigurður Geirdal var bæjarstjóri í Kópavogi í rúm fjórtán ár. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Ólafía Ragnarsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, en fyrir átti Sigurður einn son.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×