Innlent

Einkavæðing í Borginni

Undirbúningur að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Vélamiðstöðvarinnar ehf. í eigu borgarinnar er hafin. Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður verður ráðgjafi verkefnisstjórnar sem vinnur að samhliða sölu fyrirtækjanna. Í minnisblaði til borgarráðs er getið að sérstaklega verði að huga að viðskiptalegum hagsmunum borgarinnar við söluna, hvernig bregðast eigi við fákeppni og hagsmunum starfsmanna fyrirtækjanna. Búist er við að ráðgjafi skili skýrslu um stöðunua fyrir áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×