Þúsundir krafna á skuldseiga 30. júní 2004 00:01 "Það er rétt, að hér safnast upp heilmikið af beiðnum af því að við náum ekki til þessara gerðarþola vegna þess að þeir mæta ekki eða þá að við finnum þá ekki," sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík. Yfir tíu þúsund aðfararbeiðnir liggja nú hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þar sem skuldarar hafa ekki mætt til fyrirtöku, þegar þeir hafa verið boðaðir eða ekki tekist að hafa upp á þeim og reglur leyfa ekki að málum þeirra sé lokið að þeim fjarstöddum. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi, en kröfuhafar sitja eftir með ólokin mál. "Við höfum eðlilega haft af þessu vaxandi áhyggjur, því við höfum ekki önnur úrræði í dag en þau sem við beitum," sagði sýslumaður. Hann kvað embættið hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir dómsmálaráðuneytið. "Við höfum bent á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi er að gera lagabreytingu þannig að það megi gera fleiri fjárnám að gerðarþolum fjarstöddum heldur en gert er í dag. Með því væri hægt að ljúka fjárnámi þótt gerðarþoli mætti ekki hafi honum verið gerð grein fyrir því í boðunarbréfi að það yrði gert. Í öðru lagi að fá aukna aðstoð frá lögreglu. Hún hefur aðstoðað okkur við að færa gerðarþola hingað, en þó í litlum mæli miðað við þörf, þar sem lögreglan hefur ekki tök á að sinna nema ákveðnum fjölda mála ," sagði Rúnar. Hann sagði embættið í þriðja lagi hafa bent á það úrræði að fara oftar í fjárnám úti í bæ og hitta gerðarþola þar fyrir , það er að segja, að ljúka málum með svokölluðum "útifjárnámum. " En vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að sinna því sem skyldi fram til þessa. "Þetta eru atriði sem við höfum óskað eftir að dómsmálaráðuneytið aðstoði okkur við að bæta úr," sagði Rúnar, "og eftir fregnum sem ég hef þaðan er verið að skoða þetta mál þar. Við vonumst til að við fáum einhverjar úrbætur. Þetta lendir fyrst og fremst á kröfuhöfunum, en vissulega finnst okkur jafnframt leitt að geta ekki sinnt beiðnum þeirra eins og vert væri og okkur ber skylda til lögum samkvæmt." Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
"Það er rétt, að hér safnast upp heilmikið af beiðnum af því að við náum ekki til þessara gerðarþola vegna þess að þeir mæta ekki eða þá að við finnum þá ekki," sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík. Yfir tíu þúsund aðfararbeiðnir liggja nú hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þar sem skuldarar hafa ekki mætt til fyrirtöku, þegar þeir hafa verið boðaðir eða ekki tekist að hafa upp á þeim og reglur leyfa ekki að málum þeirra sé lokið að þeim fjarstöddum. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi, en kröfuhafar sitja eftir með ólokin mál. "Við höfum eðlilega haft af þessu vaxandi áhyggjur, því við höfum ekki önnur úrræði í dag en þau sem við beitum," sagði sýslumaður. Hann kvað embættið hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir dómsmálaráðuneytið. "Við höfum bent á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi er að gera lagabreytingu þannig að það megi gera fleiri fjárnám að gerðarþolum fjarstöddum heldur en gert er í dag. Með því væri hægt að ljúka fjárnámi þótt gerðarþoli mætti ekki hafi honum verið gerð grein fyrir því í boðunarbréfi að það yrði gert. Í öðru lagi að fá aukna aðstoð frá lögreglu. Hún hefur aðstoðað okkur við að færa gerðarþola hingað, en þó í litlum mæli miðað við þörf, þar sem lögreglan hefur ekki tök á að sinna nema ákveðnum fjölda mála ," sagði Rúnar. Hann sagði embættið í þriðja lagi hafa bent á það úrræði að fara oftar í fjárnám úti í bæ og hitta gerðarþola þar fyrir , það er að segja, að ljúka málum með svokölluðum "útifjárnámum. " En vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að sinna því sem skyldi fram til þessa. "Þetta eru atriði sem við höfum óskað eftir að dómsmálaráðuneytið aðstoði okkur við að bæta úr," sagði Rúnar, "og eftir fregnum sem ég hef þaðan er verið að skoða þetta mál þar. Við vonumst til að við fáum einhverjar úrbætur. Þetta lendir fyrst og fremst á kröfuhöfunum, en vissulega finnst okkur jafnframt leitt að geta ekki sinnt beiðnum þeirra eins og vert væri og okkur ber skylda til lögum samkvæmt."
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira