Ekki óskað gæsluvarðhalds 22. október 2004 00:01 Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira