Erlent

Átak gegn byssueign

Átak brasilískra yfirvalda gegn almennri bysseign landa sinna hefur gengið mun betur en vonir stóðu til en tilefnið er sú háa tíðni morða í landinu á ári hverju. Yfir 40 þúsund manns eru drepnir á ári og er Brasilía með hættulegustu þjóðum í heimi hvað þetta varðar. Nú gefst fólki kostur á að skila inn byssum sínum gegn vægu gjaldi og var takmarkið að safna 80 þúsund vopnum á átta mánuðum. Átakið hefur gengið það vel að það mun nást á sex mánuðum eins og staðan er nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×