Húsdýr í sprengjuregni 27. desember 2004 00:01 Dýr bera lítið skynbragð á það hvort hvellir, sprengingar og eldglæringar eru eldgos, stríðsátök eða gamlárskvöld. Gælu- og húsdýraeigendur verða því að sinna dýrunum sínum sérstaklega vel þegar áramótasprengingarnar ganga í garð. Sif Traustadóttir hjá Dýralæknastofu Dagfinns gefur góð ráð varðandi dýrin okkar yfir áramótin: Hundar og kettir · Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándanum er æskilegt að halda hundum og köttum inni við. Það er mikilvægt að passa að kettir séu inni allan gamlársdag, þar sem margir virðast byrja að sprengja strax eftir morgunmatinn. Gott er að útbúa fyrir hunda skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og eru öruggir í, til dæmis undir borði þar sem þeir geta haft dýnuna sína eða teppið hjá sér. Hafið hjá þeim dót sem þeir þekkja. Gætið þess að það sé ekkert í rýminu sem hundurinn getur slasað sig á eða skemmt. Ef þú átt búr þar sem hundurinn er reglulega er gott að hafa hann í því. Kettir sækja gjarnan í dimm skot, til dæmis undir rúmi eða inn í skáp. · Gott er að draga fyrir glugga á gamlárskvöld í herberginu þar sem dýrið er og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Ekki er ástæða til að gefa hundum og köttum róandi lyf nema í mjög slæmum tilfellum. Ef eigandi telur að dýrið þurfi róandi lyf þarf að leita tímanlega til dýralæknis og ráðfæra sig við hann. · Það er vel hægt að venja hunda við hljóðið af flugeldum, til dæmis með því að spila hljóðupptöku af sprengingum og hækka styrkinn smám saman. Þetta verður þó að athuga tímanlega. Sum dýr leita í fang eigandans þegar þau verða hrædd, en önnur vilja vera ein. Ef dýrið leitar sjálft skjóls er best að leyfa því að vera í friði þar til það kemur fram af sjálfsdáðum. · Ef hundar virðast ekki mjög hræddir má fara með þá út fyrir, en bara í taumi, þar sem þeir geta orðið hræddir og hlaupið frá eigandanum. Hestar · Best er að hafa hestana inni í hesthúsum á gamlársdag og á þrettándanum sem mest, ekki lausa úti í gerðum og alls ekki eftirlitslausa. Gott er að líta eftir hrossunum eftir miðnætti þegar mesti atgangurinn er yfirstaðinn. · Gott er að byrgja rúður í hesthúsum á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Hestamenn eru hvattir til að hafa sérstakan vara á þegar farið er í útreiðatúra á þessum árstíma. Þeir sem eiga ekki hesta eða gæludýr átta sig margir ekki á því að hvellir og ljós geta fælt skepnur. · Bændum og þeim sem eiga hross eða stóð í nágrenni við þéttbýli eða sumarhús er bent á að gera ráðstafanir og smala hrossum heim eða hafa eftirlit með þeim á meðan mestu lætin ganga yfir. Hestar ættu ekki að vera utandyra á meðan á sprengingunum stendur.Hundar finna til öryggis undir borði með teppið sitt.Rjetur Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dýr bera lítið skynbragð á það hvort hvellir, sprengingar og eldglæringar eru eldgos, stríðsátök eða gamlárskvöld. Gælu- og húsdýraeigendur verða því að sinna dýrunum sínum sérstaklega vel þegar áramótasprengingarnar ganga í garð. Sif Traustadóttir hjá Dýralæknastofu Dagfinns gefur góð ráð varðandi dýrin okkar yfir áramótin: Hundar og kettir · Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándanum er æskilegt að halda hundum og köttum inni við. Það er mikilvægt að passa að kettir séu inni allan gamlársdag, þar sem margir virðast byrja að sprengja strax eftir morgunmatinn. Gott er að útbúa fyrir hunda skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og eru öruggir í, til dæmis undir borði þar sem þeir geta haft dýnuna sína eða teppið hjá sér. Hafið hjá þeim dót sem þeir þekkja. Gætið þess að það sé ekkert í rýminu sem hundurinn getur slasað sig á eða skemmt. Ef þú átt búr þar sem hundurinn er reglulega er gott að hafa hann í því. Kettir sækja gjarnan í dimm skot, til dæmis undir rúmi eða inn í skáp. · Gott er að draga fyrir glugga á gamlárskvöld í herberginu þar sem dýrið er og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Ekki er ástæða til að gefa hundum og köttum róandi lyf nema í mjög slæmum tilfellum. Ef eigandi telur að dýrið þurfi róandi lyf þarf að leita tímanlega til dýralæknis og ráðfæra sig við hann. · Það er vel hægt að venja hunda við hljóðið af flugeldum, til dæmis með því að spila hljóðupptöku af sprengingum og hækka styrkinn smám saman. Þetta verður þó að athuga tímanlega. Sum dýr leita í fang eigandans þegar þau verða hrædd, en önnur vilja vera ein. Ef dýrið leitar sjálft skjóls er best að leyfa því að vera í friði þar til það kemur fram af sjálfsdáðum. · Ef hundar virðast ekki mjög hræddir má fara með þá út fyrir, en bara í taumi, þar sem þeir geta orðið hræddir og hlaupið frá eigandanum. Hestar · Best er að hafa hestana inni í hesthúsum á gamlársdag og á þrettándanum sem mest, ekki lausa úti í gerðum og alls ekki eftirlitslausa. Gott er að líta eftir hrossunum eftir miðnætti þegar mesti atgangurinn er yfirstaðinn. · Gott er að byrgja rúður í hesthúsum á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif. · Hestamenn eru hvattir til að hafa sérstakan vara á þegar farið er í útreiðatúra á þessum árstíma. Þeir sem eiga ekki hesta eða gæludýr átta sig margir ekki á því að hvellir og ljós geta fælt skepnur. · Bændum og þeim sem eiga hross eða stóð í nágrenni við þéttbýli eða sumarhús er bent á að gera ráðstafanir og smala hrossum heim eða hafa eftirlit með þeim á meðan mestu lætin ganga yfir. Hestar ættu ekki að vera utandyra á meðan á sprengingunum stendur.Hundar finna til öryggis undir borði með teppið sitt.Rjetur
Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira