Erlent

Mikið óöryggi í Írak

Vladimir Pútín segir ástandið í Írak enn of slæmt til þess að rússnesk fyrirtæki treysti sér til þess að halda úti starfsemi þar. Hann segir rússnesk fyrirtæki tilbúin til þess að halda til Írak á nýjan leik um leið og viðeigandi öryggisráðstafanir hafi verið teknar, en sem stendur sé ástandið of ótraust. Fjöldi rússneksra verktaka, með hundruði starfsmanna hurfu frá Írak þegar mannrán á erlendum ríkisborgurum færðust í vöxt í landinu í sumar og hafa ekki snúið aftur síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×