Innlent

Ekki mislæg gatnamót

Reykjavíkurlistinn ætlar ekki að leggja til að sett verði upp mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, þrátt fyrir áskorun frá Umferðarþingi um að sett verði á fót mislæg gatnamót. Í ályktun Umferðarþings segir að hægt sé að fækka slysum á gatnamótunum um 80-90 prósent með vel hönnuðum mislægum gatnamótum. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar segir þetta ekki breyta neinu um þau áform sem nú séu uppi um að ráðast í svokallaða planlausn sem felst í því að sett verða upp beygjuljós fyrir allar vinstri beygjur, auk þess sem beygjuakreinarnar verði tvíbreiðar. Þá verður beini kaflinn þríbreiður svo að allt í allt verða akreinarnar fimm talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×