Innlent

Kennarar skulda stórar fjárhæðir

Kennarar skulda sveitarfélögunum upp undir 540 milljónir króna eða allt að 50-60 prósent af mánaðarlaunum vegna ofgreiddra launa í september og nóvember. Ekki hefur verið tekið saman nákvæmlega hvað kennarar skulda en það geta verið um 120 þúsund krónur á mann miðað við mánaðarlaun upp á 210 þúsund. Sumarhlutdeild verður eitthvað lægri þar sem kennarar eiga inni styttra sumarfrí vegna verkfallsins. "Það er breytilegt hvað kennarar skulda mikið því að í mörgum tilfellum hefur yfirvinna verið látin ganga upp í skuldina. Þetta er hámarkstala og getur verið lægri eftir því hvernig staðið hefur verið að þessu," segir Kristinn Kristjánsson, starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Misjafnt er hvernig staðið verður að endurgreiðslu kennara í hverju sveitarfélagi, hvort dregið verður af launum um næstu mánaðamót eða hvort því verður dreift á lengra tímabil. Hafnarfjarðarbær ætlar t.d. að dreifa endurgreiðslunni á febrúar, mars og apríl á næsta ári.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×