Innlent

Börnin óörugg og kvíðin

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnunum, sem nú setjast aftur á skólabekk eftir erfitt og langt óvissutímabil, nærgætni og umhyggju. Mörg börn hafi verið óörugg og kvíðin undanfarið og séu það enn, meðal annars vegna óvissu um hvernig skólastarfið verði á næstu vikum og mánuðum. Samtökin hvetja alla kennara, skólastjórnendur og ráðamenn sveitarfélaga til þess að setja líðan barnanna í öndvegi. Því miður hafi kjaradeila sveitarfélaga og kennara bitnað á börnunum og eigi mörg enn um sárt að binda. Mikið uppbyggingarstarf sé framundan í grunnskólum landsins sem bæði kennarar og foreldrar þurfi að vinna að í sameiningu. Komið sé að því að taka höndum saman og bæta börnunum þann skaða sem verkfallið olli þeim.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×