Innlent

Úttekt á aðdraganda verkfalls

Gerð verður úttekt á viðræðum kennara og sveitarfélaga sem leiddu til verkfalls kennara í rúmar sjö vikur. Þetta var ákveðið á aukafundi fræðsluráðs Reykjavíkur á föstudag. Skipaður verður hópur sérfræðinga sem á að greina form kjaraviðræðna, kosti og galla; fjalla sérstaklega um framsal valds sveitarstjórna til launanefndar og greina störf nefndarinnar. Hópurinn á að skila áliti um vænleg vinnubrögð í framtíðinni. Þá var einnig ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum foreldra, kennara, skólastjóra og fræðsluráðs um hvernig komið verði til móts við nemendur vegna vinnutaps í verkfallinu. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, segir nauðsynlegt að gera úttekt í líkingu við þær sem gerðar eru eftir náttúruhamfarir, þar sem farið er yfir hvað betur mætti fara í björgunarstörfum og forvörnum. "Eftir þessar samfélagshamfarir þurfum við að skoða hvers vegna okkur tókst ekki betur til," segir Stefán. "Það verður að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×