33% kjarabætur hjá kennurum 19. nóvember 2004 00:01 Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira