Menning

Skrímslaborgarinn verstur

Næringarfræðingar hafa valið skrímslisborgarann, sem fyrirtækið Hardee hefur sett á markað, sem versta hamborgara í heimi. Borgarinn inniheldur hátt í 1500 hitaeiningar og kostar aðeins um 350 krónur. Borgarinn samanstendur af tveim stórum nautahakkssneiðum, fjórum beikonstrimlum, þrem ostsneiðum og slatta af maíonesi. Þeir sem láta sér slíkan borgara til munns, fara heilum 40 grömmum yfir ráðlagðan dagsskammt af fitu með neyslu borgarans án meðlætis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×