Spennandi ferðir fyrir alla 18. nóvember 2004 00:01 Ferðaskrifstofan Stúdentaferðir er sennilega fremst í flokki þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á óvenjulegar ævintýraferðir á mjög viðráðanlegu verði. Stúdentaferðir urðu til fyrir þremur árum við samruna Ferðaskrifstofu stúdenta og fyrirtækisins Vistaskipti og nám. Viðskiptavinirnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, að miklu leyti námsmenn og ungt fólk sem tekur sér hlé frá námi til að skoða heiminn. "Vinsælustu ferðirnar þessa dagana eru starfsþjálfunarferðir," segir Hulda Stefánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða. "Þá fer fólk fyrst í málanám og undirbúning og svo að vinna á hótelum og veitingahúsum. Svo er líka vinsælt að ferðast um Suður- og Mið-Ameríku og fara í málaskóla og læra spænsku á ólíkum stöðum í ferðinni. Áhuginn á sjálfboðastörfum og ævintýraferðum er alltaf að aukast. Sjálfboðastörfin eru í Kosta Ríka, Gvatemala, Perú og Suður-Afríku og eru þau til dæmis hjá Rauða krossinum og oft við að aðstoða börn sem búa á götunni. Þá er farið frá Íslandi í málanám og undirbúning og á meðan á því stendur er fundið verkefni fyrir sjálfboðaliðana. Lágmarksdvalartími er 12 vikur en flestir finna sig svo vel í þessum ferðum að þeir vilja framlengja dvölina. Við höfum einnig sent fólk til Suður-Afríku í þriggja til fjögurra mánaða vinnu sem lýkur á gönguferð um villislóðir. Við hvetjum fólk alltaf til að gera sem mest úr ferðinni á þessar fjarlægu slóðir." Hulda hefur sjálf ferðast og dvalið erlendis svo hún þekkir það af eigin raun. "Ég fór sjálf sem au-pair en á eftir að fara í ævintýraferð. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég myndi frekar vilja fara í ævintýraferð til Asíu eða um Mið-Ameríku, hvort tveggja heillar mig mjög." Hulda vill að lokum taka fram að ævintýraferðirnar eru fyrir alla, ekki bara ungt fólk og námsmenn. "Þó við séum Stúdentaferðir þá bjóðum við upp á spennandi ferðir fyrir alla, ekki bara stúdenta." Nánari upplýsingar um það sem er í boði hjá Stúdentaferðum má finna á heimasíðunni www.exit.is. Tilboð Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ferðaskrifstofan Stúdentaferðir er sennilega fremst í flokki þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á óvenjulegar ævintýraferðir á mjög viðráðanlegu verði. Stúdentaferðir urðu til fyrir þremur árum við samruna Ferðaskrifstofu stúdenta og fyrirtækisins Vistaskipti og nám. Viðskiptavinirnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, að miklu leyti námsmenn og ungt fólk sem tekur sér hlé frá námi til að skoða heiminn. "Vinsælustu ferðirnar þessa dagana eru starfsþjálfunarferðir," segir Hulda Stefánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða. "Þá fer fólk fyrst í málanám og undirbúning og svo að vinna á hótelum og veitingahúsum. Svo er líka vinsælt að ferðast um Suður- og Mið-Ameríku og fara í málaskóla og læra spænsku á ólíkum stöðum í ferðinni. Áhuginn á sjálfboðastörfum og ævintýraferðum er alltaf að aukast. Sjálfboðastörfin eru í Kosta Ríka, Gvatemala, Perú og Suður-Afríku og eru þau til dæmis hjá Rauða krossinum og oft við að aðstoða börn sem búa á götunni. Þá er farið frá Íslandi í málanám og undirbúning og á meðan á því stendur er fundið verkefni fyrir sjálfboðaliðana. Lágmarksdvalartími er 12 vikur en flestir finna sig svo vel í þessum ferðum að þeir vilja framlengja dvölina. Við höfum einnig sent fólk til Suður-Afríku í þriggja til fjögurra mánaða vinnu sem lýkur á gönguferð um villislóðir. Við hvetjum fólk alltaf til að gera sem mest úr ferðinni á þessar fjarlægu slóðir." Hulda hefur sjálf ferðast og dvalið erlendis svo hún þekkir það af eigin raun. "Ég fór sjálf sem au-pair en á eftir að fara í ævintýraferð. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég myndi frekar vilja fara í ævintýraferð til Asíu eða um Mið-Ameríku, hvort tveggja heillar mig mjög." Hulda vill að lokum taka fram að ævintýraferðirnar eru fyrir alla, ekki bara ungt fólk og námsmenn. "Þó við séum Stúdentaferðir þá bjóðum við upp á spennandi ferðir fyrir alla, ekki bara stúdenta." Nánari upplýsingar um það sem er í boði hjá Stúdentaferðum má finna á heimasíðunni www.exit.is.
Tilboð Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira