Innlent

Allir fari að lögum

"Mér finnst náttúrlega að allir borgarar landsins verði að fara eftir lögum," segir Guðmundur Halldórsson, heiðursfélagi og fyrrverandi formaður smábátafélagsins Eldingar á Vestfjörðum, um fjarvistir kennara frá vinnu í gær í kjölfar lagasetningar sem sett var á verkfall þeirra. "Hitt fannst mér til fyrirmyndar eins og þeir gerðu á Ísafirði, þar sem kennararnir mættu til vinnu sinnar í svörtum fötum og voru með hljóðlát mótmæli," sagði hann og bætti við að kennarar sýndu af sér afleitt fordæmi með því að fara ekki að landslögum. "Mér finnst þeir ganga of langt, en þögul mótmæli eins og á Ísafirði finnst mér til fyrirmyndar. Ég hef starfað sem sjómaður í mörg ár og oft fengið á mig lög, en sjómenn hafa alltaf borið gæfu til að fara eftir lögum, hvað sem þeim hefur þótt um þau. Við höfum ekki alltaf verið sáttir við lögin sem á okkur hafa verið sett. Langt því frá. Kennarar fá ekki samúð þjóðarinnar með svona vinnubrögðum."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×