Innlent

Engin aukastörf

Kennarar Grunnskólans í Borgarnesi hafa ákveðið að mæta til vinnu í dag eins og þeir höfðu verið beðnir um þó að umræddur dagur sé frídagur samkvæmt skóladagatali. Þeir hafna hins vegar allri málaleitan skólastjórnenda um aukið vinnuframlag og munu ekki taka að sér nein aukastörf meðan kjör þeirra eru óráðin. Í ályktun frá kennurunum segir að þeir hafni allri samvinnu við Borgarbyggð umfram það sem felst í ráðningarsamningi "á meðan refsivöndur ríkisvaldsins og launanefndar sveitarfélaganna vofir yfir." Kennararnir skora á félaga sína að hugleiða alvarlega með hvaða hætti þeir taki þátt í samstarfi við sveitarfélögin um að bæta nemendum tíma sem forgörðum hefur farið í verkfallinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×