Innlent

Bæjarráð fjalli um deiluna

Í Kópavogi hefur verið farið fram á fund í bæjarráði til að fjalla um kennaradeiluna. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna. Í yfirlýsingunni segir að lög sem sett hafi verið á deiluna séu einstaklega vond og gefi ekki vonir um góða lausn til frambúðar. Kennarar og viðsemjendur þeirra eru hvattir til að reyna að ná samningum nú þegar. Enn fremur kemur fram að fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Kópavogs hefur óskað eftir bæjarráðsfundi eins fljótt og auðið er til að ræða stöðu mála.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×