Fyrir stórfjölskylduna 12. nóvember 2004 00:01 Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm Bílar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm
Bílar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira