Innlent

Útilokar ekki lög

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki útiloka að lög verði sett á verkfall kennara. Það verði hins vegar að skoða alla fleti málsins gaumgæfilega. Stjórnarflokkarnir hafa kallað fulltrúa deiluaðila á sinn fund á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundinum sem forsætisráðherra boðaði til í Stjórnarráðinu á sjötta tímanum. Fundi samningsaðila sem hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun var slitið eftir hádegið og í kjölfarið tilkynnt að ekkert yrði fundað í kennaradeilunni næstu tvær vikur. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×