Innlent

Vélstjórar gagnrýna Félagsdóm

Vélstjórafélag Íslands hefur ekki tekið tekið afstöðu til þess hvort fella eigi hafnarfrí út úr kjarasamningum þess. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, segir í það minnsta ljóst að ekki verði af afnámi hafnarfría fyrir árslok 2005. Helgi er ósáttur við að Félagsdómur hafi talið sérsamning áhafnarinnar Sólbaks innan marka kjarasamnings sjómanna og fellt málið niður. Dómurinn hafi ekki tekið á vandamálinu: "Þeir þykjast geta komist hjá 30 klukkustunda hafnarfríi vegna þess að Sjómannasambandið er búið að skrifa undir samning sem gerir ráð fyrir að þetta sé heimilt. Sá kjarasamningur er í atkvæðagreiðslu og öðlast ekki gildi fyrr en niðurstaðan er fengin," segir Helgi: "Til viðbótar eru vélstjórar með samning til ársloka 2005. Það er ekkert á döfinni að breyta þessum ákvæðum hjá okkur. Þau eru í fullu gildi." Vélstjórafélagið lætur á það reyna fyrir Félagsdómi hvort það standist fyrir lögum að stofna málamyndafyrirtæki til að komast undan íslenskum kjarasamningum og landslögum


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×