Innlent

Stjórnin grípur ekki inn í

Svo virðist sem ríkisstjórnin muni ekki grípa inn í kennaradeiluna í bráð. Verkfallið var rætt á fundi hennar í morgun, en lagasetningu bar ekki á góma. Að mati forsætisráðherra er sú umræða ekki tímabær. Sjöunda vika kennaraverkfalls hófst í dag.  Halldór Ágrímsson forsætisráðherra telur rétt að bíða og sjá hvort deiluaðilar finni samningsflöt, þótt ljóst sé að ekki blási byrlega. Þrátt fyrir að þolinmæði margra sé að bresta vegna ástandsins í grunnskólum landsins hefur stjórnin ekki rætt lagasetningu; að sögn forsætisráðaherra er það alltaf neyðarúrræði. Hann telur að það hafi komið fram hjá öllum að slíkt gefist ekki vel til frambúðar því það sé ávallt frestun á þeim vanda sem menn standi frammi fyrir. Ráðherrann kvaðst ekki geta svarað því hve lengi eðlilegt sé að viðsemjendur sitji við samningaborðið áður en ríkisstjórnin grípi inn í.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×