Innlent

Óhjákvæmilegt að grípa inn í

Niðurstaða kosninganna eru afar slæm tíðindi að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns menntamálanefndar Alþingis. Hann telur óhjákvæmilegt að ríkisvaldið grípi inn í með lagasetningu, nái deilendur ekki sáttum næstu daga. Formaður menntamálanefndar telur eðilegt að samninganefndirnar fái nú tveggja vikna frest til viðræðna. Hafi viðunandi niðurstaða ekki fengist að þeim tíma liðnum, verði að stíga næsta skref, þ.e. með lagasetningu. Aðspurður um hvers kyns lagasetningu væri að ræða segir Gunnar að lögin myndu líklega kveða á um að hækkanir á launum kennara yrðu svipaðar hjá öðrum stéttum í samfálaginu svo allt fari ekki á hvolf í efnahagaslífinu. Lögskipaður gerðardómur myndi þá að líkindum ákvarða um kjör kennara að gefnum einhverjum línum. Gunnar segist vonast eftir nýju útspili frá samninganefnd sveitarfélaganna og undirstrikar að lagasetning sé örþrifaráð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×