Innlent

Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan eitt

Það ræðst síðdegis í dag hvort miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni verður samþykkt eða felld og þá hvort verkfall kennara í grunnskólum hefst á ný í fyrramálið eða verður aflýst. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út klukkan eitt og talning atkvæða um tillöguna hefst þá strax hjá ríkissáttasemjara. Fulltrúar beggja deilenda munu fylgjast með talningunni og er stefnt að því að henni ljúki fyrir klkukkan sex í dag. 4.986 kennarar eru á kjörskrá og er þátttaka mjög góð að sögn skrifstofu sáttasemjara. Reyndar er það vaninn þegar kennarar greiða atkvæði um samninga sína. Launanefnd sveitarfélaga kom saman til fundar í gærkvöldi og fer ekki sögum af þeim fundi. Hún kom aftur saman klukkkan tíu í húsakynnum ríkisáttasemjara til að taka afstöðu til þess hvort hún fellir eða samþykkir tillöguna. Ekki verður tilkynnt um það fyrr en eftir klukkan eitt, að atkvæðagreisðlu kennara lokinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×