Innlent

Örlög miðlunartillögunnar ráðast

Það ræðst síðdegis í dag hvort miðlunartillaga Ríkissáttasemjara í kennaradeilunni verður samþykkt eða felld og þá hvort verkfall kennara í grunnskólum hefst á ný í fyrramálið eða verður aflýst. Talning atkvæða um tillöguna hefst hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi. Samninganefnd sveitarfélaga kom saman til fundar í gærkvöldi en eftir því sem fréttastofan kemst næst var ekkert nýtt ústpil mótað á fundinum, ef svo færi að kennarar felldu tillöguna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×