Innlent

Líst ekki vel á miðlunartillöguna

"Við fyrstu sýn líst mér ekki vel á miðlunartillögu ríkissáttasemjara og mér heyrist svona almennt á kennurum að hún leggist ekki vel í þá," segir Elín Kristófersdóttir umsjónakennari 10. bekkjar og líffræðikennari unglingadeildar hjá Austurbæjarskóla. Hún eigi eftir að leggjast betur yfir tillöguna. "Ég er tilbúin að vinna eins og ég vinn núna en ég hefði viljað fá hærri laun. Mér finnst allt of lítið að eftir fjögur ár fari launin upp í 219 þúsund krónur."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×