Innlent

Kennararnir stöðvaðir í dyrunum

"Menn geta dregið sínar ályktanir af því hvort framkoma sveitarfélaganna sé þeim til framdráttar," segir Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla. Kennarar skólans ákváðu að halda heim þegar þeim varð ljóst að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða kennurum laun fyrir kennsluna á meðan miðlunartillagan væri óafgreidd. "Klaufalegt," voru orð Hilmars Hilmarssonar, skólastjóra Réttarholtsskóla, um ákvörðun sveitarfélaganna. Þau hafi breytt um stefnu þegar ljóst varð að skólastarfið væri í uppnámi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×