Innlent

Játar að hafa banað Sæunni

Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunnar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu, og móður tveggja barna þeirra, að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát hennar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn og að afbrýðisemi hafa átt upptökin. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára gömul og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs gamlan son. Páll Einarsson, faðir Sæunnar, baðst unda því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau en þau fóru í Hamraborgina eftir að tengdasonur þeirra hringdi í þau og bað þau afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt um að gæta barna þeirra.
Magnús varð eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg.Pjetur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.