Menning

Runurúm og verkandi föll

Háskóli Íslands hefur boðað til málstofu í stærðfræði í dag. Eggert Briem, prófessor, heldur fyrirlestur um runurúm og verkandi föll. Í fréttatilkynningu segir að þegar rætt er um föll sem verka á Banachrúm af samfelldum raungildum föllum komi fyrst upp í huga föllin f(t)=tˆ2 og g(t)= ׀2׀ og að setja megi útgáfur af Stone-Weierstrasskenningunni fram með þessum föllum. Sýnt verður fram á að í vissum skilningi séu þetta einu verkandi föllin sem skoða þurfi. Að sögn Eggerts er búist við að kennarar úr deildinni og nemendur á efri stigum verði í meirihluta en samt eru allir velkomnir. Eggert reiknar með fjörugum umræðum um föllin en á þó síður von á því að mikill hiti verði í mönnum. "Það er nú þannig í stærðfræðinni að annað hvort eru hlutir réttir eða rangir og ef einhverjar vitleysur koma í ljós þá er erfitt að halda öðru fram," segir hann. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 258 í VRII og hefst klukkan 14.45.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×